„Held að Hjörtur hafi aldrei skorað hjá mér“

Selfyssingar mæta Skagamönnum á útivelli í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins í knattspyrnu í kvöld.

Markvörðurinn Jóhann Ólafur Sigurðsson hefur verið besti leikmaður Selfoss það sem af er Íslandsmótinu og hann hlakkar til leiksins á Akranesi.

„Þetta verður bara snilld. Það er alltaf gaman að fara á Skagann að keppa og það verður auðvitað líka gaman að mæta Hirti,“ sagði Jóhann Ólafur og á þar við Hjört Júlíus Hjartarson sem lék með Selfossliðinu í fyrra og stimplaði sig strax inn sem eftirlæti stuðningsmanna Selfoss.

Jóhann Ólafur segist ekki hafa of miklar áhyggjur af því að Hjörtur nái að skora framhjá honum í leiknum. „Ég held að hann hafi aldrei skorað hjá mér, ekki einu sinni á æfingu.“

Leikurinn hefst kl. 19:15 á Akranesvelli.

Fyrri greinÞykkvibær er sveit
Næsta greinNýstúdentinn Erna dúxaði