Heklustelpur stóðu sig vel í stökkfimi

Ljósmynd/Aðsend

Ungmennafélagið Hekla sendi í fyrsta skipti keppendur á haustmót í stökkfimi í gær þegar elsta stig Heklu tók þátt á móti í Keflavík.

Stúlkur fæddar 2004-2007 tóku þátt í mótinu og sendi Hekla fjögur lið til leiks. Þrjú kepptu í B-deild og eitt lið í A-deild.

Að sögn Erlu Sigríðar Sigurðardóttur, þjálfara hjá Heklu, stóðu stelpurnar sig allar gífurlega vel og komu heim reynslunni ríkari.

Hekla 2, Hekla 3 og Hekla 4 sem kepptu í B-deild ásamt þjálfurunum Erlu Sigríði og Helgu Sunnu. Ljósmynd/Aðsend
Hekla 1 keppti í A-deild í fyrsta skipti. Ljósmynd/Aðsend
Hekla 1 keppti í A-deild í fyrsta skipti. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinFlóamarkaður á síðasta degi Þollóween í dag
Næsta greinHamar úr leik í bikarnum