Heklukeppendur sigursælir á blakmóti unglinga

Sigurlið Heklu í pilta- og stúlknaflokki ásamt þjálfurum. Ljósmynd: HSK/María Rósa Einarsdóttir

Unglingamót HSK í blaki var haldið á Hvolsvelli í byrjun apríl. Tvö félög mættu til leiks Dímon og Hekla með þrjú piltalið og tvö stúlknalið.

Það fór svo að lokum að Hekla sigraði bæði í pilta og stúlknaflokki og fögnuðu Heklukeppendur því tvöföldum sigri.

Lokastaðan:
1. Hekla 3 stig
2. Dímon 0 stig

Lokastaðan:
1. Hekla           5 stig
2. Dímon          4 stig
3. Dímon B       0 stig

Fyrri greinBjarni ráðinn forstöðumaður þjónustustöðvar
Næsta grein„Alls ekki auðvelt verkefni“