Hekla ráðin landsliðsþjálfari U21

Hekla og Kristinn Skúlason, formaður Landsliðsnefndar LH, undirrita samninginn. Ljósmynd/Aðsend

Rangæingurinn Hekla Katharína Kristinsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U-21 landsliðshóps Landssambands hestamannafélaga frá 1. janúar næstkomandi.

Hekla útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum árið 2012 og starfar við þjálfun og reiðkennslu á Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra. Hekla hefur átt farsælan keppnisferil frá barnsaldri og er virkur dómari hjá GDLH.

Arnar Bjarki Sigurðsson fráfarandi U-21 landsliðsþjálfari tekur við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðs frá áramótum.

Í tilkynningu frá LH er Hekla boðin velkomin til starfa og Arnar Bjarki velkominn til áframhaldandi starfa við landsliðsteymi LH.

Fyrri greinClaudiu og Vésteinn héraðsmeistarar
Næsta grein„Fékk þessar hendur og þennan huga og nota þessi verkfæri bara svona“