Hekla og Sigursteinn verðlaunuð

Uppskeruhátíð hestamanna var haldin á Broadway sl. laugardag og þar fóru Sunnlendingar heim, hlaðnir verðlaunum.

Hekla Katharina Kristinsdóttir úr Hestamannafélaginu Geysi var valin efnilegasti knapi ársins 2010. Hekla varð Íslandsmeistari ungmenna í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum.

Gæðingaknapi ársins 2010 var Sigursteinn Sumarliðason úr Hestamannafélaginu Sleipni. Hann sigraði í bæði A og B-flokki gæðinga á opnu gæðingamóti Sleipnis, var öflugur keppandi á þeim gæðingamótum sem haldin voru og kom oftar en ekki fleiri en einum hesti í úrslit.