Hekla með tvo Íslandsmeistaratitla

Um liðna helgi fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í borðtennis í KR-heimilinu í Reykjavík. Umf Hekla átti þar tvo keppendur og unnu þeir tvo Íslandsmeistaratitla.

Þeir Aron Birkir Guðmundsson og Þorgils Gunnarsson urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í flokki 12-13 ára pilta, og þá varð Þorgils Íslandsmeistari í einliðaleik í sama flokki.