Hekla Þöll Íslandsmeistari í formum

Hekla Þöll Stefánsdóttir, Umf. Selfoss, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í sínum beltaflokki þegar Taekwondosambandið hélt Íslandsmótið í formum (poomse) um síðustu helgi í Reykjavík.

Selfoss átti fjóra keppendur á mótinu og stóðu þeir sig frábærlega. Hekla Þöll sigraði í einstaklingsformi í sínum beltaflokki en þess má geta að fyrr á árinu varð hún einnig Íslandsmeistari í bardaga (sparring).

Einnig hlaut Hekla Þöll, ásamt Ísak Mána Stefánssyni, Dagnýju Maríu Pétursdóttur og Sigríði Evu Guðmundsdóttir bronsverðlaun í hópaformi.

Það er því óhætt að segja að iðkendur frá Umf. Selfoss hafi staðið sig með stakri prýði, þar sem þeir unnu allir keppendur til verðlauna.

Fyrri greinHelga og Rakel Norðurlandameistarar
Næsta greinGrátlega nálægt sigri gegn meisturunum