Heimaliðið sterkara í lokin

Karen Inga Bergsdóttir, skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í 2. deildinni í knattspyrnu en í kvöld heimsótti liðið Álftanes.

Álftanes komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Hamar byrjaði vel í seinni hálfleik og Karen Inga Bergsdóttir og Eyrún Gautadóttir jöfnuðu í 2-2. Heimakonur voru hins vegar sterkari á lokakaflanum og bættu þremur mörkum við, lokatölur 5-2.

Hamar er nú í 11. sæti deildarinnar með 1 stig en Álftanes er í 6. sæti með 7 stig.

Fyrri greinSelfoss aftur á toppinn
Næsta greinFyrstu A-landsleikir þriggja Selfyssinga