Heimaleikur gegn Haukum í kvöld

Selfyssingar mæta Haukum í 1. deild karla í knattspyrnu á Selfossvelli kl. 19:15 í kvöld. Liðið sigraði Víkinga í síðasta leik sínum í deildinni, 1-2.

“Hann leggst bara mjög vel í okkur,” sagði Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður Selfyssinga, um leikinn í samtali við Sunnlenska.

“Fyrstu stigin komin á töfluna og markmið dagsins er að ná í okkar fyrstu á heimavelli.”

Andy Pew, fyrirliði liðsins, tók í sama strang. “Við förum inn í leikinn í kvöld með sjálfstraust eftir góðan sigur á útivelli. Nú er mikilvægt að við förum að ná í stig á heimavelli og að við gerum liðum sem koma á Selfoss erfitt fyrir,” sagði hann.

Andy vill sjá fulla stúka á Selfossvelli í kvöld. “Stuðningur fólksins í bænum er mikilvægur, svo allir ættum að koma og styðja liðið í kvöld,” sagði fyrirliðinn.

Þau leiðu mistök urðu í Sunnlenska fréttablaðinu, sem kom út í gær, þar sem sagt var að leikurinn væri á útivelli. Það er rangt og beðist er velvirðingar á því.

Selfoss er í 6. sæti deildarinnar eftir tvo leiki, sæti ofar en Haukar sem hafa einnig unnið einn leik og tapað öðrum. Liðið tapaði á móti Grindavík í síðustu umferð, 0-1.

Fyrri greinStokkseyringar töpuðu í Vogunum
Næsta greinTíu frá Selfossi á NM