Heimaleikjahrina framundan

Framundan er mikil veisla í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn en Þórsarar munu leika þrjá heimaleiki á næstu sex dögum í deild og Lengjubikar.

Veislan hefst í kvöld kl. 19:15 þegar KR-ingar koma í heimsókn en þessi leikur átti að vera þegar óveðrið geisaði yfir landið um þar síðustu helgi og var þar af leiðandi frestað. Búast má við hörkuleik enda KR-ingar að komast á rétt ról eftir tvo tapleiki fyrir skemmstu.

Á föstudaginn mætir svo Fjölnir í heimsókn í deildinni og á mánudag koma Njarðvíkingar til Þorlákshafnar í Lengjubikarnum.