Heimakonur sterkari í Hólminum

Hildur Björk Gunnsteinsdóttir átti fínan leik í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór tapaði fyrir Snæfelli í hörkuleik í 1. deild kvenna í körfubolta í Stykkishólmi í kvöld, 63-54.

Snæfell hafði frumkvæðið framan af leiknum en munurinn var ekki mikill og heimakonur leiddu í leikhléi, 29-25, eftir nánast körfulausan 2. leikhluta.

Undir lok 3. leikhluta og í upphafi þess fjórða náðu heimakonur að byggja upp gott forskot sem þær vörðu til leiksloka. Staðan var 50-36 í upphafi 4. leikhluta en Hamar-Þór náði að minnka muninn í níu stig áður en yfir lauk.

Jenna Mastellone var stigahæst hjá Hamri-Þór með 21 stig og Emma Hrönn Hákonardóttir skilaði góðu framlagi með 10 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst.

Hamar-Þór er í 5. sæti deildarinnar með 4 stig en Snæfell er í 2. sæti með 10 stig.

Tölfræði Hamars-Þórs: Jenna Mastellone 21/4 fráköst/6 stolnir, Emma Hrönn Hákonardóttir 10/5 fráköst/6 stoðsendingar, Stefania Osk Olafsdottir 8, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 6/5 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 4/8 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 4, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.

Fyrri greinSprellfjörugt tónleikhús fyrir alla fjölskylduna
Næsta greinHeillandi skólaskápur kynntur á opnu húsi