Heimakonur afgreiddu leikinn í fyrri hálfleik

Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Kvennalið Selfoss heimsótti Þrótt í Laugardalinn í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag.


Þróttarar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en Katla Tryggvadóttir kom þeim yfir strax eftir þrjár mínútur og hún bætti svo við öðru marki á 25. mínútu. Jelena Tinna Kujundzic tryggði Þrótti svo 3-0 sigur mínútu fyrir leikhlé.

Staðan í A-deildinni er þannig að Selfoss er í 3. sæti með 3 stig en Þróttur er í toppsætinu með 9 stig og markatöluna 16-0.

Fyrri grein„Viðtökurnar hafa farið langt fram úr okkar björtustu vonum“
Næsta greinÆgismenn komnir á blað