Heiðrún Anna valin í landsliðið

Heiðrún Anna Hlynsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Golfklúbbi Selfoss, hefur verið valin í kvennalandslið Íslands fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer í Svíþjóð í september.

Gregor Brodie og Ólafur B. Loftsson hafa tilkynnt hvaða leikmenn muni skipa landslið Íslands sem taka þátt á Evrópumeistaramótum í liðakeppni sem fram fara 9.-12. september næstkomandi.

Landslið Íslands eru skipuð áhugakylfingum og leika lið kvenna og karla bæði í efstu deild.

Auk Heiðrúnar eru í liðinu þær Andrea Bergsdóttir, GKG, Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR.

Fyrri greinÁrborg að dragast aftur úr
Næsta greinStærsti mánuður sögunnar í fasteignaviðskiptum á Suðurlandi