Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Aron Emil Gunnarsson, bæði úr Golfklúbbi Selfoss, hefja leik í dag á Evrópumóti landsliða í golfi.
Aron keppir í Frakklandi með piltalandsliðinu, 18 ára og yngri og Heiðrún með kvennalandsliðinu Ítalíu.
„Það þarf varla taka það fram hvað þetta er gríðarlega stórt fyrir Heiðrúnu og Aron og hvað þá Golfklúbb Selfoss, sem óskar þeim innilega til hamingju með þennan risastóra áfanga,“ segir í tilkynningu frá Golfklúbbi Selfoss.
Hægt er að fylgjast með gengi þeirra á mótunum í beinni á netinu, Heiðrúnu hér og Aroni Emil hér.