Heiðrún Anna í 3. sæti á Íslandsmótinu

Heiðrún Anna (lengst t.h.). Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sigraði á mótinu, Ragnhildur Kristinsdóttir varð önnur og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Berglind Björnsdóttir deildu þriðja sætinu með Heiðrúnu. Ljósmynd: golf.is/seth

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Golfklúbbi Selfoss, varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í golfi sem haldið var á Akureyri um helgina.

Heiðrún Anna lék hringina fjóra á 304 höggum, samtals 20 höggum yfir pari. Hún lék sinn besta hring í dag þegar hún spilaði á 72 höggum, einu höggi yfir pari, og náði að lyfta sér upp í 3. sætið.

Golfklúbbur Selfoss átti þrjá kylfinga í topp tuttugu í karlaflokki. Aron Emil Gunnarsson varð í 10. sæti, þremur höggum yfir pari, Hlynur Geir Hjartarson í 11. sæti, fjórum yfir pari og Andri Már Óskarsson varð í 17. sæti á átta höggum yfir pari.

Fyrri greinErilsamur sólarhringur hjá björgunarsveitunum
Næsta greinBiskupstungnabraut lokuð í tvo daga