„Hefði getað lent hvoru megin sem var“

Tiffany McCarty skoraði mark Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tapaði 1-2 þegar Valur kom í heimsókn á Jáverk-völlinn í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

„Við vor­um kannski ekki að fá nógu góð færi en mörk breyta leikj­um og það gerðist þegar við skoruðum úr vít­inu. Við átt­um leik­inn í kjöl­farið og ég er svekkt­ur með að við skyld­um ekki halda þetta út. Við hefðum getað stolið þessu en feng­um það í and­litið. Þetta hefði getað lent hvoru meg­in sem var,“ sagði Al­freð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, í samtali við sunnlenska.is eftir leik.

Valur komst yfir á 12. mínútu en eftir markið bökkuðu þær nokkuð og leyfðu Selfyssingum að vera með boltann. Selfossliðið skapaði sér ekki mörg færi í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 0-1.

Dagný Brynjarsdóttir fór meidd útaf hjá Selfyssingum í hálfleik og ekki batnaði staðan þegar Hólmfríður Magnúsdóttir haltraði af velli fimm mínútum síðar. Það var því minna bit í sókninni hjá Selfyssingum og reyndar fátt sem benti til þess að þær væru líklegar til að skora fyrr en á 73. mínútu að brotið var á Tiffany McCarty innan vítateigs og vítaspyrna dæmd.

McCarty fór sjálf á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Eftir jöfnunarmarkið efldust Selfyssingar mikið og komust oft í álitlega stöðu en hefðu átt að nýta þær stöður betur. Clara Sigurðardóttir komst næst því að skora á 90. mínútu þegar hún átti hörkuskot framhjá. Boltinn fór ekki inn en þess í stað geystust Valskonur í sókn og skoruðu sigurmarkið um leið og klukkan sló 90 mínútur.

Svekkjandi niðurstaða fyrir Selfyssinga sem eru áfram í 4. sæti deildarinnar með 16 stig og mæta næst KR á útivelli á laugardaginn. Valur er í toppsæti deildarinnar með 34 stig.