„Hefðum átt að fá eitthvað út úr leiknum“

„Þetta var svekkjandi, annan leikinn í röð,“ sagði Endre Ove Brenne, varnarmaður Selfoss í samtali við sunnlenska.is eftir 0-1 tap gegn FH í kvöld.

„Þetta var jafn leikur en þeir áttu fleiri marktækifæri. Við gáfum þeim auðveld færi en þetta hefði alveg getað farið á hinn veginn líka ef við hefðum nýtt okkar sénsa,“ sagði Endre og bætti við að Selfyssingar hefðu getað komið í veg fyrir mark FH-inga.

„Við misstum boltann klaufalega á miðjunni og skyndilega var laus maður í teignum. Þetta var alltof auðvelt fyrir þá.“

Varnarmenn Selfoss höfðu nóg að gera í leiknum en sprækir FH-ingar fóru illa með færin sín. „Þetta var erfiður leikur því að FH-ingar eru með snögga sóknarmenn en það á ekki að vera neitt sem við ráðum ekki við,“ sagði Endre og eins og mörgum öðrum fannst honum að Selfyssingar ættu skilið að fá stig út úr leiknum.

„Mér finnst að við hefðum átt að fá eitthvað út úr leiknum, að minnsta kosti eitt stig.“

Fyrri greinElfa Dögg heldur áfram í bæjarráði
Næsta greinFH-ingar fljótir að refsa