Haukur við stýrið í stórsigri á Póllandi

Haukur Þrastarson. Ljósmynd/Mummi Lú

Ísland vann stórsigur á Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramóti karla í Kristianstad í Svíþjóð í dag, 31-23.

Íslendingar höktu aðeins í byrjun leiks en eftir að Haukur Þrastarson kom inná gjörbreyttist sóknarleikur Íslands og þeir höfðu öll tök á einvíginu það sem eftir lifði leiks. Staðan í hálfleik var 13-10, Íslandi í vil.

„Já, ég var staðráðinn í að leggja mitt af mörkum og koma með eitthvað að borðinu. Ég held að mér hafi tekist það,“ sagði Haukur í viðtali við handbolti.is eftir leik.

Ómar Ingi Magnússon var valinn maður leiksins og var greinilega hissa á valinu, hann átti ekki sinn besta leik en skoraði 5 mörk, þar af 4 af vítalínunni. Haukur skoraði 5 mörk, Elvar Örn Jónsson 2 og Janus Daði Smárson 1.

Ísland mætir Ungverjum á þriðjudaginn í úrslitaleik um toppsætið í riðlinum.

Fyrri greinHamar aftur á toppinn
Næsta greinGummi kominn heim og semur við ÍA