Haukur Þrastar skrifar undir

Haukur og Tómas handsala samninginn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson skrifaði í síðustu viku undir samning við veitingastaðinn Vor á Selfossi.

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Hauk til liðs við okkur en hann verður andlit staðarins og mun koma fram í auglýsingum hjá okkur,“ segir Tómas Þóroddsson, eigandi Vors, í samtali við sunnlenska.is.

Haukur er landsliðsmaður í handbolta og algjör lykilmaður í liði Selfoss í úrvalsdeildinni.

„Haukur er frábær íþróttamaður og fyrirmynd og hugsar vel um mataræðið sem passar vel við okkar hugmyndafræði um hollar og vandaðar veitingar,“ bætir Tómas við.