Haukur og Richard kallaðir úr láni

Knattspyrnudeild Selfoss hefur kallað Hauk Inga Gunnarsson og Richard Sæþór Sigurðsson til baka úr láni og munu þeir ljúka keppnistímabilinu með Selfyssingum.

Haukur Ingi er tvítugur miðjumaður en hann hefur í sumar verið á láni hjá KFR í 3. deildinni þar sem hann hefur verið lykilmaður.

Richard er framherji sem er ennþá gjaldgengur í 2. flokk en hann hefur skorað tvö mörk í tveimur leikjum í Borgunarbikarnum með ÍBV í sumar.

Selfoss er í 10. sæti i 1. deildinni en liðið er einungis tveimur stigum frá fallsæti eftir tap gegn Víkingi Ólafsvík í gær.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina.

Fyrri greinNordic Affect í Skálholtskirkju
Næsta greinBýst við mik­illi frægð á Sel­fossi