Haukur Íslandsmeistari í gæðingaskeiði

Sleipnismaðurinn Haukur Baldvinsson og Falur frá Þingeyrum urðu í gær Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem haldið er í Borgarnesi um helgina

Haukur og Falur hlutu 8,04 í einkunn og unnu öruggan sigur.

Haukur er einn þeirra knapa sem keppir um landsliðssætið sem er enn laust og styrkir það stöðu þessara stórvina. Í samtali hestafrettir.is sagði Haukur klárinn hafa verið frábæran en aðstæður voru ekki þær bestu þar sem kalt var í veðri og mótvindur og tímar eftir því.

Þess má geta að Haukur og Falur eru í þriðja sæti inn í A-úrslit í fimmgangi sem fer fram í dag.

Fyrri greinSelfossbíó opnar á nýjan leik
Næsta greinArnar fer til Noregs