Haukur frá keppni í sex vikur

Handknattleiksmaðurinn stórefnilegi, Hauk­ur Þrast­ar­son, varð fyr­ir því óláni að fing­ur­brotna í leikn­um gegn Hauk­um í Olís­deild­inni á Sel­fossi á sunnu­dag­inn.

Hauk­ur staðfesti þetta í sam­tali við mbl.is í dag. Hauk­ur hef­ur átt frá­bært tíma­bil með Sel­fossliðinu en hann hef­ur skorað 82 mörk í 18 leikj­um og er einn sterkasti varnarmaður liðsins.

„Ég braut fing­ur á skot­hend­inni og kem vænt­an­lega til með að vera frá keppni í sex vik­ur. Það er ansi svekkj­andi að missa af næstu leikj­um okk­ar í deild­inni og bik­ar­helg­inni,“ sagði Hauk­ur í sam­tali við mbl.is.

Hauk­ur kem­ur til með að missa af síðustu fjór­um leikj­um Sel­fyss­inga í deild­inni og verður fjarri góðu gamni í bik­ar­helg­inni í Laug­ar­dals­höll 9.-10. mars en Sel­foss mæt­ir Fram í undanúr­slit­un­um.

Frétt mbl.is

Fyrri greinHeitavatnslaust á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Sandvíkurhreppi
Næsta greinHellisheiðin lokuð – Búið að opna