Hamar heimsótti Hauka í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar voru sterkari í seinni hálfleiknum og tryggðu sér 98-83 sigur.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 48-47, Haukum í vil. Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum juku Haukar bilið og Hamar átti ekki svar eftir það. Munurinn varð mestur sautján stig í 4. leikhluta og sigur Hauka aldrei í hættu.
Lúkas Aron Stefánsson var stigahæstur Hvergerðinga með 21 stig en Isaiah Wade var framlagshæstur með 20 stig og 21 frákast.
Hamar er í 11. sæti deildarinnar með 4 stig en Haukar í 4. sæti með 18 stig.
Haukar-Hamar 98-83 (23-19, 25-28, 27-19, 23-17)
Tölfræði Hamars: Lúkas Aron Stefánsson 21/5 fráköst, Isaiah Wade 20/21 fráköst, Franck Kamgain 15/13 stoðsendingar, Ryan Peters 15/10 fráköst/3 varin skot, Atli Rafn Róbertsson 4, Aron Orri Hilmarsson 3, Birkir Máni Daðason 3, Björn Ásgeir Ásgeirsson 2.

