Haukar unnu Selfoss í fyrsta leik

Ragnarsmótið í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. Í þeim fyrri mættu Selfyssingar Haukum og þar höfðu Haukar 23-30 sigur.

Staðan í hálfleik var 13-16, Haukum í vil.

Sverrir Pálsson var markahæstur Selfyssinga með sex mörk, Teitur Einarsson skoraði fjögur, Andri Már Sveinsson þrjú, Árni Geir Hilmarsson, Guðjón Ágústsson, Árni Guðmundsson og Hergeir Grímsson tvö og þeir Jóhann Erlingsson og Örn Þrastarson skoruðu eitt mark hvor.

Hjá Haukum var Adam Baumruk markahæstur með sjö mörk.

Í seinni leik dagsins mættust Valur og Fram, þar höfðu Valsmenn 27-23 sigur, staðan í hálfleik 12-8. Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur Valsmanna með átta mörk en Garðar Sigurjónsson skoraði sex fyrir Fram.

Næstu leikir eru á föstudag.

Föstudagur 21. ágúst
Kl. 18:30: Haukar – Valur
Kl. 20:00: Fram – Selfoss

Fyrri grein„Ætluðum bara að éta þær“
Næsta grein„Sterkari stjúpfjölskyldur“ á Selfossi