Haukar unnu Ragnarsmótið

Haukar sigruðu á Ragnarsmótinu 2021. Þeir eru ekki með í ár. Ljósmynd/Aðsend

Haukar unnu Fram í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta en mótinu lauk á Selfossi í dag. Haukar höfðu mikla yfirburði í leiknum og sigruðu að lokum 27-20. Staðan í hálfleik var 17-6.

ÍBV hafði betur í leiknum gegn Selfossi um 3. sætið. Leikurinn var jafn framan af og staðan í hálfleik 16-16. ÍBV náði forskoti í upphafi seinni hálfleiks og hélt því til leiksloka en lokatölur urðu 30-25. Alexander Már Egan og Ragnar Jóhannsson skoruðu báðir 7 mörk fyrir Selfoss, Einar Sverrisson 5, Sigurður Snær Sigurjónsson og Gunnar Flosi Grétarsson 2 og þeir Elvar Elí Hallgrímsson og Karolis Stropus skoruðu sitt markið hvor.

Þá sigraði Stjarnan Aftureldingu í leiknum um 5. sætið, 31-26.

Darri Aronsson úr Haukum var valinn besti leikmaður mótsins. Stefán Darri Þórsson úr Fram var valinn besti varnarmaðurinn, Tjörvi Þorgeirsson úr Haukum besti sóknarmaðurinn og Petar Jokanovic úr ÍBV besti markmaðurinn. Ragnar Jóhannsson, leikmaður Selfoss, var markahæsti maður mótsins með 15 mörk.

Darri Aronsson var valinn leikmaður mótsins. Darri var vel að viðurkenningunni kominn, enda ættaður frá Selfossi, sonur Huldu Bjarnadóttur og Arons Kristjánssonar. Ljósmynd/Aðsend
Eins og venja er vitjuðu Selfyssingar leiðis Ragnars Hjálmtýssonar áður en mótið hófst. Þetta er í 33. skipti sem mótið er haldið í minningu Ragnars sem lést í umferðarslysi árið 1988, aðeins átján ára gamall, ásamt þremur öðrum ungum piltum. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinSigur í síðasta heimaleiknum
Næsta greinÆgir lagði botnliðið örugglega