Haukar sigruðu á Ragnarsmótinu

Haukar sigruðu á Ragnarsmóti karla í handbolta eftir sigur á ÍBV í úrslitaleik um síðustu helgi. Sex lið tóku þátt í mótinu sem stóð yfir miðvikudegi til laugardags.

Afturelding sigraði Selfoss í leik um 3. sætið og ÍR sigraði Víking í leik um 5. sætið.

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum, var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig markahæstur ásamt Birki Benediktssyni, Aftureldingu, með 18 mörk. Selfyssingurinn Hergeir Grímsson var valinn sóknarmaður mótsins og Fannar Þór Friðgeirsson, ÍBV, varnarmaður mótsins. Arnór Freyr Stefánsson, Aftureldingu, var valinn markmaður mótsins.

Mótið heppnaðist vel en það var haldið í nýjum heimkynnum handboltans, íþróttahúsinu Iðu.

Ragnarsmót kvenna hefst síðan á morgun, fimmtudaginn 16. ágúst, og er fyrsti leikur mótsins Selfoss-Afturelding kl. 18:30.

Fyrri greinMiklar skemmdir í eldi á Reykjaflöt
Næsta greinKór FSu lagður niður