Haukar og HK með sigra

Ragnarsmótið í handbolta hófst í gær með tveimur leikjum. Í fyrri leiknum unnu Haukar Fram 28:22 og í þeim síðari unnu HK-ingar Aftureldingu 31:24.

Í dag, fimmtudag, eigast við HK og Selfoss í fyrri leiknum kl. 18:30 og síðan Haukar og Grótta kl. 20:00.

Aðgangur að leikjunum er ókeypis og því um að gera að skella sér í íþróttahús Vallaskóla og sjá skemmtilegan handbolta.

Fyrri greinFangar smíðuðu „Fjallræðu-púlt“
Næsta greinOrkufyrirtæki hætti að berjast við vindmyllur