Haukar of stór biti

Emma Hrönn skoraði 19 stig og tók 5 fráköst. Ljósmynd/Hamar-Þór

Hamar-Þór er úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir tap gegn úrvalsdeildarliði Hauka í 16-liða úrslitum í dag.

Haukar sýndu mátt sinn strax í 1. leikhluta en þrátt fyrir það gekk Hamri-Þór ágætlega að finna leiðina upp að körfu Hauka. Staðan í hálfleik var 59-38. Munurinn jókst jafnt og þétt í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 104-61.

Jenna Mastellone var stigahæst hjá Hamri-Þór með 23 stig og Emma Hrönn Hákonardóttir átti fínan leik með 19 stig og 5 fráköst.

Tölfræði Hamars-Þórs: Jenna Mastellone 23, Emma Hrönn Hákonardóttir 19/5 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 7, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 5, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3, Stefanía Ósk Ólafsdottir 6 fráköst.

Fyrri greinKvenfélag Selfoss gaf sundlaugunum leikföng
Næsta greinSelásbyggingar buðu lægst í skrifstofuhús