Haukar héldu heim með stigin

Eva Lind Tyrfingsdóttir með boltann í leiknum í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti Haukum í úrvalsdeild kvenna í handbolta í Set-höllinni Iðu í kvöld. Gestirnir reyndust sterkari og sigruðu þeir að lokum 25-32.

Leikurinn var jafn fyrsta korterið en þá skoruðu Haukar fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-14. Selfoss klóraði í bakkann á lokakaflanum og staðan var 13-16 í hálfleik.

Haukar voru skrefinu á undan framan af seinni hálfleik en Selfossliðið var aldrei langt undan. Um miðjan seinni hálfleikinn skildi á milli, Haukar juku forskotið jafnt og þétt og sigruðu að lokum með sjö marka mun.

Mia Kristin Syverud var markahæst Selfyssinga með 10/5 mörk, Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 4, Arna Kristín Einarsdóttir, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir og Eva Lind Tyrfingsdóttir 3 og Adela Eyrún Jóhannsdóttir 2.

Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 15 skot í marki Selfoss og var með 32% markvörslu.

Fyrri greinGlæsileg jólasýning fimleikadeildar Selfoss
Næsta greinGrindavík vann slaginn um Suðurstrandarveginn