Selfoss 2 heimsótti Hauka 2 í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Hafnarfirði urðu 37-28, öruggur sigur Hauka 2.
Selfoss 2 hafði frumkvæðið framan af fyrri hálfleik en þegar tuttugu mínútur voru liðnar jöfnuðu Haukar2 8-8. Leikurinn var í járnum eftir það en Selfoss 2 leiddi í hálfleik, 14-15.
Haukar2 náðu fljótlega forystunni í seinni hálfleiknum og juku hana jafnt og þétt án þess að Selfyssingarnir gætu svarað fyrir sig.
Hákon Garri Gestsson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Bjarni Valur Bjarnason skoraði 4, Gunnar Kári Bragason, Jónas Karl Gunnlaugsson og Hilmar Bjarni Ásgeirsson 3, Anton Breki Hjaltason 2 og þeir Þorleifur Tryggvi Ólafsson, Aron Leo Guðmundsson, Ragnar Hilmarsson og Skarphéðinn Steinn Sveinsson skoruðu 1 mark hvor.
Einar Gunnar Gunnlaugsson varði 9 skot í marki Selfoss 2 og Garðar Freyr Bergsson 3.
Selfoss 2 er í 5. sæti deildarinnar með 10 stig en Haukar 2 í 3. sæti með 14 stig.

