Haukadalsvöllur lokaður í sumar

Hauka­dalsvöll­ur við Geysi verður ekki op­inn í sum­ar til golfiðkunar. Völlurinn kom mjög illa undan vetri og er skemmdur á stórum svæðum.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Eig­end­ur og stjórn Golf­klúbbs­ins Geys­is tóku af þeim sök­um þá ákvörðun að opna völl­inn ekki í ár. Að sögn Ágústu Þóris­dótt­ur, um­sjón­ar­manns vall­ar­ins, er eins­dæmi hversu illa völl­ur­inn kom und­an vetri.

„Þetta var harður vet­ur og frostið sat í lengi, svo það bara kól. Alltaf hafa komið frost­blett­ir yfir vet­urna en þetta eru svo rosa­lega stór svæði sem frusu,“ seg­ir Ágústa í Morg­un­blaðinu í dag.

Fyrri greinSóttu slasaðan göngumann í Hengilinn
Næsta greinJapanskur meistari heimsækir Eyrarbakka