Hauk­ur val­inn besti leikmaður EM

Selfyssingurinn Hauk­ur Þrast­ar­son var val­inn besti leikmaður Evr­ópu­meist­ara­móts 18 ára og yngri í hand­knatt­leik sem lauk í Króatíu í dag.

Ísland tapaði 27-32 gegn Svíum í úr­slita­leik móts­ins í dag.

Hauk­ur skoraði 47 mörk í sex leikj­um, þar af tíu í sigri á heima­mönn­um í Króa­tíu í undanúr­slit­un­um.

Ísland vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppn­inni; 25-20 gegn Póllandi, 29-24 gegn Svíþjóð og 28-24 gegn Slóven­íu. Liðið vann svo Þjóðverja í átta liða úr­slit­um, 23-22, og Króata í undanúr­slit­un­um 30-26.

Fyrri greinÞingvellir – í og úr sjónmáli
Næsta greinStakkaskipti í fjárhúsi