Hátíð hjá Hamri

Sl. laugardag var fótboltahátíð hjá knattspyrnudeild Hamars þar sem félagið undirritaði m.a. samninga við efnilega leikmenn.

Rennt var yfir hápunkta sumarsins, leikmannasamningar voru undirritaðir við efnilega leikmenn 3. flokks, nýir þjálfarar yngri flokka voru kynntir til sögunnar og nýrri æfingatöflu var dreift.

Að því loknu var öllum iðkendum og foreldrum þeirra boðið í grillveislu og svo á hinn mikilvæga leik Hamars og KV, sem Hamar vann 4-0 og tryggði þar með endanlega sæti sitt í 2. deild á næsta keppnistímabili.

Nýstofnaður 2. flokkur Hamars í knattspyrnu tekur svo formlega til starfa nk. mánudag 13. september með æfingu á Hamarsvelli kl. 17:30.

Fyrri greinMiðnæturtónleikar með Hvanndalsbræðrum
Næsta greinÖlfusingar skoða lækkuð hafnargjöld