Hátíðarstemmning hjá Ægismönnum

Ægir vann góðan sigur á Sindra á útivelli í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Humarhátíðin er á Höfn um helgina og Ægismenn voru í hátíðarskapi eftir 1-2 sigur.

Ágúst Freyr Hallsson kom Ægismönnum yfir á 36. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Sindramenn jöfnuðu strax á 2. mínútu síðari hálfleiks en Aco Pandurevic tryggði Ægismönnum sigurinn með marki á 64. mínútu.

Með sigrinum jöfnuðu Ægismenn Sindra að stigum en bæði lið hafa 13 stig, eins og Huginn, í 5.-7. sæti deildarinnar.

Fyrri greinFallhlífastökkvari slasaðist á Hellu
Næsta grein„Þetta var rússíbanareið“