Harpa Sólveig til Vendsyssel

Harpa Sólveig Brynjarsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Handknattleikskonan Harpa Sólveig Brynjarsdóttir frá Selfossi mun leika með danska B-deildarliðinu Vendsyssel á næstu leiktíð.

Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Harpa sé að fara í nám til Álaborgar en hún er unnusta Ómars Inga Magnússonar sem leikur með Aalborg.

Harpa er 22 ára gömul og skoraði 58 mörk í 21 leik fyrir Selfoss í Olísdeildinni á síðustu leiktíð.

„Ég hlakka til að spila með Vendsyssel og verða hluti af þeirra frábæra hóp. Það er spennandi tímabil framundan enda margir góðir leikmenn hjá félaginu og ég hef trú á því að við munum spila góðan handbolta og vinna marga leiki,“ segir Harpa í tilkynningunni á heimasíðunni.