Haraldur stökk lengst allra

Haraldur Einarsson, HSK, sigraði í langstökki á Vormóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fram fór á Laugardalsvellinum í gærkvöldi.

Haraldur stökk 6,32 metra og sigraði örugglega.

Dagur Fannar Magnússon var eini keppandinn í sleggjukasti karla og vann hann því nokkuð auðveldan sigur með kast upp á 44,60 metra.

Fjóla Signý Hannesdóttri varð önnur í 100 m grindahlaupi á 15,18 sekúndum og hún varð einnig önnur í 800 m hlaupi þar sem hún hljóp á 2:23,79 mín.

Ólafur Guðmundsson varð þriðji í kúluvarpi karla en hann kastaði 12,83 m.