Haraldur jafnaði besta tíma sinn

Spretthlauparinn Haraldur Einarsson frá Urriðafossi jafnaði besta tíma sinn í 200 m hlaupi á Pallas Spelen innanhússmótinu í frjálsum íþróttum í Malmö í dag.

Haraldur hljóp 200 metrana á 23,15 sekúndum og varð í 14. sæti.

Í gær keppti hann í 400 m hlaupi á mótinu og varð í 8. sæti á tímanum 51,57 sek sem er rúmri sekúndu frá hans besta tíma.