Haraldur Íslandsmeistari í 60 m hlaupi

Haraldur Einarsson, HSK/Selfoss, tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í 60 m hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Laugardalshöllinni.

Haraldur tryggði sér titilinn í æsispennandi úrslitahlaupi þar sem hann hljóp á 7,08 sekúndum.

Fjóla Signý Hannesdóttir varð í þriðja sæti í æsispennandi hástökkskeppni þar sem hún stökk 170 sm. Þá varð Ágústa Tryggvadóttir í 3. sæti í kúluvarpi þegar hún kastaði 11,63 m.

Mótinu verður framhaldið á morgun.

Fyrri greinSelfoss tapaði stórt í Eyjum
Næsta greinListi Sjálfstæðisflokksins tilbúinn