Hanna valin í A-landsliðið

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið valin í A landslið kvenna í handbolta fyrir komandi leiki í forkeppni HM 2015.

Hrafnhildur Hanna er ein þriggja nýliða í A-landsliðinu en hún á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.

Ísland mætir Ítalíu á útivelli 27. nóvember og þremur dögum síðar mætast liðin í Laugardalshöllinni. Ísland mætir svo Makedóníu 3. desember á heimavelli og heldur svo daginn eftir til Makedóníu þar sem liðin mætast aftur þann 6. desember.