Hanna til liðs við ÍBV

Hanna sest við samningaborðið í Vestmannaeyjum í dag. Ljósmynd/ÍBV

Handknattleikskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi skrifaði í dag undir samning við handknattleiksdeild ÍBV.

Eyjafréttir greina frá þessu.

Hanna kemur til ÍBV frá franska liðinu Bourg-de-Péage. Hún er alin upp á Selfossi og var markahæsti leikmaður efstu deildar þrjú ár í röð með liði Selfoss.

Hanna á sterka tengingu til Eyja en hún er ættuð frá Gjábakka. Hanna sagði í samtali við Eyjafréttir að hugurinn hefði stefnt heim til Íslands eftir fínt tímabil í Frakklandi og að hún væri mjög spennt fyrir komandi tímabili með ÍBV.

Fyrri greinSlasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss
Næsta greinLést í sundi á Selfossi