Hanna með 14 mörk í tapleik

Selfoss tapaði fyrir HK þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta í Digranesi í dag. Lokatölur urðu 28-27.

Fyrri hálfleikur var jafn en staðan í leikhléi var 13-11, HK í vil. Heimaliðið náði mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik og hélt því lengst af, en Selfyssingar náðu að minnka muninn niður í eitt mark í lokin.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði helming marka Selfossliðsins í dag, 14 mörk, Steinunn Hansdóttir skoraði 4, Elena Birgisdóttir og Carmen Palamariu 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2 og Kristrún Steinþórsdóttir 1.

Fyrri greinAtvinnuleysi dregst verulega saman á milli ára
Næsta greinÍsbjörninn lenti undir Hamrinum