Hanna lang markahæst í Olís-deildinni

Þegar keppni í Olís-deild kvenna í handbolta er hálfnuð er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, lang markahæsti leikmaður deildarinnar.

Hanna hefur farið á kostum með Selfyssingum í vetur og skorað 87 mörk, eða tæp átta mörk í leik að meðaltali. Næst á listanum er Marija Gedroit, leikmaður Hauka, með 72 mörk.

Eftir frábæra frammistöðu í deildinni fyrir áramót var Hanna í fyrsta skipti valin í A-landsliðið en hún spilaði sinn fyrsta leik með landsliðinu gegn Makedóníu í undankeppni HM í desember.

Á Vísi má sjá samantekt um markahæstu leikmenn Olís-deildarinnar.

Fyrri greinIngi Rafn áfram á Selfossi
Næsta greinFSu áfram í Gettu betur