Hanna best á móti Noregi

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var valin maður leiksins hjá Íslandi þegar liðið tapaði fyrir B-liði Noregs í æfingaleik í Gjövik í dag.

A-landslið kvenna er í æfingaferð í Noregi um helgina og spilar tvo leiki þar gegn Norðmönnum. Fyrri leikurinn var í dag og lauk honum með 31-21 sigri Norðmanna. Staðan í hálfleik var 15-6.

Hrafnhildur Hanna var markahæst í íslenska liðinu með 4 mörk ásamt Unni Ómarsdóttur.

Liðin mætast aftur á morgun, sunnudag.

Fyrri greinVilja fremur sjá hækkun fasteignaskatts en mikla þjónustuskerðingu
Næsta greinBiskup prédikar í Hruna