Handbolti: Selfoss teflir fram kvennaliði

Selfoss mun senda lið til keppni í meistaraflokki kvenna í handbolta á næsta keppnistímabili. Meistaraflokkur kvenna hefur ekki verið starfræktur á Selfossi í áratug.

Stofnfundur var haldinn í síðustu viku þar sem mættu fjölmargir leikmenn og er mikill hugur í stelpunum.

Selfoss hefur verið í fremstu röð í yngriflokkum kvenna undanfarin ár og stofnun meistaraflokks er rökrétt framhald af því,” segir í frétt á heimasíðu deildarinnar.

Stefnt er á að vera í 2. deild næstu tvö árin og reyna svo að taka skrefið í úrvalsdeildina eftir tvö tímabil. Meistarflokksráð leitar nú að þjálfara fyrir og þau mál ætti að skýrast á næstu dögum.