Hamri tókst ekki að skora

Úr leik hjá Hamri í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars tapaði 0-2 þegar liðið fékk Fjarðabyggð/Hött/Leikni í heimsókn í 2. deildinni í knattspyrnu í dag.

Gestirnir skoruðu eitt mark um miðjan fyrri hálfleik og annað um miðjan seinni hálfleik og þar við sat – án þess að Hamar næði að svara fyrir sig.

Hamar er nú í 7. sæti 2. deildarinnar með 4 stig en Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir situr í toppsætinu með 12 stig.

Fyrri greinBúi Steinn og Ragnheiður ráðandi öfl á fjallinu
Næsta greinHellisheiðin lokuð á mánudag