Hamri tókst ekki að skora

Hamarskonur fögnuðu ekki sigri í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars lauk leik í 2. deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið mætti Sindra á Hornafirði.

Eins og í síðustu leikjum liðsins gekk Hamarskonum illa að finna marknetið. Sindri komst yfir á 17. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Sindrakonur bættu við tveimur mörkum með mínútu millibili á lokakafla seinni hálfleiks og lokatölur leiksins urðu 3-0.

Þetta var annar leikur Hamars í vikunni en á mánudagskvöld heimsóttu þær Álftanes og töpuðu þar 4-0.

Hamar lauk leik í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig.

Fyrri greinÆvintýri á gönguför
Næsta greinSigurmark seint í uppbótartíma