Hamri spáð falli

Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í 2. deild karla í knattspyrnu spá Hamri 11. sæti og þar með falli niður í 3. deild.

Þetta kemur fram á Fótbolti.net en vefurinn fékk alla fyrirliða og þjálfara til að spá og fengu liðin því stig frá 1-11. Hamar fékk 50 stig af 242 mögulegum en auk þeirra er KV spáð falli.

Keppni í deildinni hefst laugardaginn 15. maí og hefja Hamarsmenn leik á heimavelli gegn Völsungi.