Hamri spáð falli

Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í 2. deild karla í knattspyrnu spá því að Hamar verði í neðsta sæti deildarinnar og falli því niður í 3. deild.

Fotbolti.net fékk þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni til þess að spá fyrir um lokastöðuna í deildinni og verður spáin birt á næstu dögum. Hamar lenti í 12. sæti í spánni.

,,Þessi spá kemur okkur ekkert á óvart. Hópurinn hefur breyst töluvert frá því í fyrra, ásamt því að nýjir og óreyndir þjálfarar hafa tekið við liðinu. En við teljum okkur vera með lið sem getur endað mun ofar en þetta. Hópurinn hjá okkur er mjög öflugur og margir mjög efnilegir leikmenn sem ég er klár á að munu blómstra í sumar,” segir Ágúst Örlaugur Magnússon, annar þjálfara Hamars, í samtali við fotbolti.net.

Fyrri greinKeypti pizzu með fölsuðum seðli
Næsta greinVöktu athygli á háum bensínskatti