Hamrarnir höfðu betur gegn Hamri

Dagný Rún Gísladóttir, fyrirliði Hamars, í varnarbaráttu í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars tapaði 1-4 í 2. deildinni í kvöld þegar Hamrarnir frá Akureyri komu í heimsókn á Grýluvöll í Hveragerði.

Brynhildur Sif Viktorsdóttir kom Hamri yfir með glæsilegu marki á 19. mínútu en Hamrarnir jöfnuðu metin skömmu fyrir leikhlé og staðan var 1-1 í hálfleik.

Gestirnir skoruðu tvívegis á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks og staðan var 1-3 allt fram á 86. mínútu þegar fjórða mark Hamranna leit dagsins ljós.

Hamar er enn án stiga eftir fyrstu tvo leikina en Hamrarnir eru með fullt hús í toppsæti deildarinnar.

Fyrri greinEkki COVID-smit hjá Selfyssingum
Næsta greinTap í fyrsta heimaleik Selfyssinga