Hamarsmenn tryggðu sér deildarmeistatitilinn

Hamarsmenn fagna sigrinum á Akureyri í síðustu viku. Ljósmynd/Hamar

Karlalið Hamars vann magnaðan sigur á KA í úrvalsdeild karla í blaki síðastliðinn miðvikudag, 3-2 á heimavelli KA. Þar með tryggðu Hamarsmenn sér deildarmeistaratitilinn eftir harða keppni í vetur.

Þetta var sannkölluð ævintýraferð en liðið ók samdægurs fram og til baka á Akureyri til þess að spila gegn KA. Þeir lentu í ævintýrum á leiðinni vegna ófærðar og leiknum var seinkað. Hamarsmenn komust þó í tæka tíð á leiðarenda og leikurinn gat hafist.

Í fyrstu hrinu tók KA forustuna en Hamarsmenn héldu ró sinni, spiluðu vel og unnu hrinuna. Í næstu hrinum gáfu KA menn ekkert eftir og unnu tvær hrinur í röð. Hvergerðingar gáfust þó ekki upp og gáfu sig alla í fjórðu hrinuna. Þeir náðu fljótt 8 stiga forskoti sem KA náði að minnka niður í 2 stig.

Hamar hélt þó forustunni og tók sigurinn í fjórðu hrinu. Hamar byrjaði einnig fimmtu og mikilvægustu hrinuna mjög vel en KA jöfnuðu stöðuna í 12-12, það dugði þó ekki til og Hamar vann 12-15 með frábærum varnarleik.

Fyrri greinArnór Ingi Sunnlendingur ársins 2022
Næsta greinÞröstur sæmdur gullmerki HSK